Það er alltaf tilefni til að gera fallegan ostabakka og fátt jafn vinsælt á veisluborðinu. Gaman er að leika sér með mismunandi litaþemu og tilvalið að gera 17. júní bakka! Einfalt er að vinna með litina til dæmis með því að vera með sælgæti í rauðum, bláum og hvítum svo er hægt að vinna með rauð ber, tómata og bláber sem smellpassa á móti hvítum gómsætum ostunum. Hér er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og skera ostana með óhefðbundnum hætti og raða þeim skemmtilega upp.
| Stóri Dímon | |
| Dala hringur | |
| Dala Camembert | |
| Mozzarellakúlur með basilíku eða hefðbundnar | |
| • | salami |
| • | smágúrkur |
| • | kirsuberjatómatar |
| • | jarðarber |
| • | hindber |
| • | bláber |
| • | fjölbreytt kex og sælgæti |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir