Menu
Hátíðarostabakki

Hátíðarostabakki

Það er alltaf tilefni til að gera fallegan ostabakka og fátt jafn vinsælt á veisluborðinu. Gaman er að leika sér með mismunandi litaþemu og tilvalið að gera 17. júní bakka! Einfalt er að vinna með litina til dæmis með því að vera með sælgæti í rauðum, bláum og hvítum svo er hægt að vinna með rauð ber, tómata og bláber sem smellpassa á móti hvítum gómsætum ostunum. Hér er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og skera ostana með óhefðbundnum hætti og raða þeim skemmtilega upp.

Innihald

1 skammtar
Stóri Dímon
Dala hringur
Dala Camembert
Mozzarellakúlur með basilíku eða hefðbundnar
salami
smágúrkur
kirsuberjatómatar
jarðarber
hindber
bláber
fjölbreytt kex og sælgæti

Aðferð

  • Skerið Stóra Dímon þvert í fjórar þykkar sneiðar.
  • Skerið Dala hring í tvennt, látið standa eins og regnboga og skreytið með litlum pinnum með berjum.
  • Raðið salamisneiðum ofan á brún á glasi þannig að úr verði rós og setjið á miðjuna á bakkanum.
  • Raðið gúrkusneiðum í kringum salamirósina.
  • Þræðið mozarellakúlur upp á spjót með tómötum.
  • Skerið aðra osta í bita og sneiðar og leggið fallega á bakkann.
  • Fyllið upp með berjum, sælgæti og kexi.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir