Menu
Hátíðarhringur með Dala Auði

Hátíðarhringur með Dala Auði

Innbakaðir Dalaostar eiga alltaf vel við en þessi hátíðarkrans með Dala Auði, pekanhnetum og trönuberjasultu er sérstaklega jólalegur.

Innihald

6 skammtar
plötur af frosnu smjördeigi (tæpir 2 kassar)
saxaðar pekanhnetur
Dala Auður
pískað egg
trönuberjasulta
gróft salt
saxað rósmarín

Skref1

  • Þíðið frosnar smjördeigsplöturnar (ég keypti frosnar frá Findus og notaði tæplega 2 pakka).
  • Skerið plöturnar langsum, horn í horn til að búa til 16 þríhyrnda hluta.
  • Raðið þeim á bökunarpappír í hring með breiðari endann inn að miðju og setjið alltaf hornið á næsta vel yfir hlutann sem er á undan.

Skref2

  • Smyrjið með sultu við miðjuna.
  • Stráið pekanhnetunum yfir.
  • Raðið osti allan hringinn (ég skar hvern ost í 8 hluta og raðaði þétt).

Skref3

  • Togið síðan mjórri endann á smjördeiginu yfir ostinn og festið í innanverðan hringinn.
  • Endurtakið þar til allt smjördeigið hefur verið sett yfir ostinn.

Skref4

  • Penslið með pískuðu eggi og stráið salti og rósmarín yfir.

Skref5

  • Bakið í 20 mínútur og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr.
  • Osturinn bráðnar svolítið út fyrir hringinn en það er allt í lagi og þið getið skorið hann frá þegar hringurinn hefur aðeins náð að kólna.
Skref 5

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir