Menu
Hátíðar marengsterta með sérrírjóma og súkkulaði

Hátíðar marengsterta með sérrírjóma og súkkulaði

Hér er á ferðinni einstaklega hátíðleg terta sem má eiginlega segja að sé blanda af mínum uppáhalds eftirréttum. Kornflex marengs innblásinn af dásamlegu bragði uppáhalds jólaíssins sem inniheldur sérrí og súkkulaði. Unaðsleg blanda get ég sagt ykkur. Þessi terta sló í gegn í jólaboði hjá mér á dögunum og ég hvet ykkur til að prófa.

Innihald

1 skammtar

Marengsbotnar

eggjahvítur
sykur
púðursykur
vanilluextract
lyftiduft
kornflex

Fylling

rjómi frá Gott í matinn
suðusúkkulaði
sérrí (2-4 msk.)
flórsykur

Toppur

suðusúkkulaði
rjómi frá Gott í matinn
sérrí
jarðarber

Marengsbotnar

 • Hitið ofn í 120 gráður með blæstri og setjið smjörpappír í botninn á tveimur u.þ.b 23 cm kökuformum.
 • Þeytið eggjahvítur, sykur, púðursykur, vanillu og lyftiduft þar til blandan verður mjög stíf, ég þeyti á hæstu stillingu á hrærivél í 5-7 mínútur.
 • Hellið kornflexi út í og hrærið því varlega saman við með sleikju.
 • Skiptið blöndunni jafnt í formin tvö og sléttið úr.
 • Bakið í 60 mínútur. Slökkvið þá á ofninum og opnið á hann smá rifu og leyfið marengsbotnunum að kólna í ofninum.
 • Gott að gera kvöldinu áður og leyfa botnunum að vera í ofni yfir nótt.

Fylling

 • Saxaið súkkulaðið smátt.
 • Hellið rjóma í skál ásamt sérríi og flórsykri.
 • Þeytið þar til rjóminn er nánast stífþeyttur.
 • Smakkið rjómann og bætið við sérrí eftir smekk.
 • Bætið súkkulaðinu loks saman við með sleikju.
 • Leggið annan marengsbotninn á disk, breiðið úr rjómanum yfir og leggið hinn botninn ofan á.
 • Gott er að setja rjómann á marengsbotnana 2-4 klst. áður en hann er borinn fram og geyma í ísskáp.

Toppur

 • Bræðið saman á mjög vægum hita, súkkulaði, rjóma og sérrí.
 • Leyfið að kólna aðeins og smyrjið loks ofan á tertuna.
 • Toppið að lokum með nóg af jarðarberjum.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir