Menu
Hakk og spagettí

Hakk og spagettí

Fljótlegur og klassískur réttur.

Innihald

4 skammtar
ólífuolía
nautahakk, eða 250 g svínahakk og 250 g nautahakk
beikonsneiðar, saxaðar
hvítlauksrif, fínsöxuð
oreganó
rauðar piparflögur, má sleppa
laukur, saxaður smátt
gulrætur, fínsaxaðar
niðursoðnir saxaðir tómatar
rauðvín
tómatamauk (kúfaðar skeiðar)
rjómi eða matreiðslurjómi frá Gott í matinn
örlítið múskat
Óðals Cheddar, rifinn niður
sjávarsalt og svartur pipar

Meðlæti:

spagettí, soðið skv. leiðbeiningum á pakka
Parmesan eða Óðals Cheddar

Skref1

  • Steikið hakkið og beikonið upp úr ólífuolíunni þar til allt hefur brúnast.
  • Bætið þá kryddi, lauki, hvítlauki og gulrótum saman við.

Skref2

  • Hellið víni, niðursoðnum tómötum og tómatamauki saman við. Hrærið. Saltið og piprið.
  • Látið suðuna koma upp og látið malla án loks á lágum hita í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til vökvinn er að mestu horfinn.
  • Setjið þá rjómann saman við og smakkið til með múskati, salti og pipar ef þurfa þykir.
  • Látið malla aftur í 10 mínútur.
  • Blandið þá ostinum saman við.
  • Berið strax fram með soðnu spagettí og auka osti.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir