Menu
Hafrarúnstykki

Hafrarúnstykki

Rúnstykkin smakkast dásamlega nýbökuð með smjöri, osti og marmelaði.

Innihald

16 skammtar
vatn
haframjöl
mjólk
hunang
þurrger
mjúkt smjör
salt
hveiti (7-8 dl)
heilhveiti
Pensl: 1 egg, sesamfræ og haframjöl

Skref1

 • Hellið vatni í pott, setjið haframjölið saman við og látið suðuna koma upp.
 • Lækkið hitann og sjóðið saman í 2-3 mínútur.
 • Takið pottinn af hitanum og hellið mjólkinni og hunanginu saman við.
 • Látið blönduna kólna í um 37 ° sem er notalegur hiti.

Skref2

 • Mælið um helminginn af hveitinu (3 dl heilhveiti ásamt 3 dl hveiti) og setjið í skál.
 • Bætið þurrgeri saman við ásamt smjöri og salti.
 • Gott er að mylja smjörið saman við hveitið.
 • Hellið haframjölsblöndunni saman við hveitið og hrærið í svo smjörið blandast vel út í deigið.
 • Bætið hveiti við eftir þörfum og hnoðið áfram þar til komið er gott deig sem gott er að hnoða og sem límist ekki við skálina né hliðarnar á henni.
 • Látið deigið hvíla í skálinni, setjið klút yfir og látið deigið hefast þar til það er tvöfalt að stærð í um 40 mínútur.
 • Passið að það sé hlýtt og notalegt þar sem skálin er geymd.

Skref3

 • Veltið deiginu úr skálinni á borð.
 • Stráið aðeins af hveiti yfir deigið og hnoðið það létt.
 • Skiptið deiginu í tvo hluta.
 • Rúllið hvern hluta í lengju og skerið hverja lengju í um átta deigbollur.
 • Rúllið hverja bollu í litla lengju (10-14cm) og setjið hana á bökunarplötu með bökunarpappír.
 • Látið brauðið hefast á plötunum í 15-25 mínútur.
 • Penslið hvert rúnstykki með léttþeyttu eggi.
 • Stráið sesamfræjum og haframjöli yfir hvert rúnstykki og bakið þau neðarlega í ofninum í 10-15 mínútur.

Höfundur: Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal