Menu
Hafrakökur með hvítu súkkulaði og apríkósum

Hafrakökur með hvítu súkkulaði og apríkósum

Það er svo gaman að prófa allavega eina nýja smákökuuppskrift fyrir jólin. Sumar þeirra festa sig svo í sessi sem þessar árlegu. Þetta er ein af þeim sem ég prófaði í fyrsta skipti fyrir tveimur árum og hef gert reglulega síðan. Svo ljúffengar hafrakökur, hvíta súkkulaðið og þurrkuðu apríkósurnar er samsetning sem dansar einstaklega vel saman.

Innihald

1 skammtar
haframjöl
hveiti
kanill
salt
lyftiduft
mjúkt smjör
sykur
púðursykur
vanillusykur
egg
þurrkaðar apríkósur
hvítir súkkulaðidropar

Skref1

  • Hitið ofn í 170°með blæstri (190° án blásturs).
  • Setjið þurrefnin, hveiti, hafra, kanil, salt og lyftiduft saman í skál og hrærið vel saman.

Skref2

  • Þeytið í annarri skál smjör, sykur, púðursykur og vanillusykur þar til ljóst og létt, bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli.
  • Hellið þurrefnunum út og blandið þar til deigið er komið saman. Hellið þá söxuðum apríkósum og súkkulaði saman við og hrærið.

Skref3

  • Setjið rúmlega eina matskeið af deiginu á plötu með nægu plássi á milli og bakið í 13-15 mínútur.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir