Menu
Hægeldaður kjúklingur Marbella

Hægeldaður kjúklingur Marbella

Það geta einhverjir orðið hissa á að hægelda kjúkling en þessi verður einstaklega góður og dregur í sig mikið bragð af sætu, seltu og kryddi, ólífum, kapers og sveskjum. Verði ykkur að góðu!

Innihald

4 skammtar
þurrt hvítvín
púðursykur
þurrkað óreganó
rauðvínsedik
sjávarsalt og svartur pipar
hvítlauksrif, marin
kapers
sveskjur
grænar ólífur
bringubitar af kjúklingi og 4 leggir
steinselja, söxuð

Skref1

  • Hitið ofn í 120 gráður.
  • Hrærið saman hvítvín, púðursykur, óreganó, edik, salt og pipar, hvítlauk, kapers, sveskjur og ólífur.
Skref 1

Skref2

  • Komið kjúklingnum fyrir í góðum ofnpotti og hellið vökvanum yfir.
  • Blandið vel og látið löginn leika vel um kjúklinginn.

Skref3

  • Lokið pottinum, stingið í ofn og látið malla í fimm til sex tíma.
  • Veltið kjúklingnum aðeins í pottinum einu sinni á þessum tíma.
  • Takið pottinn úr ofninum að þessum tíma liðnum.

Skref4

  • Stráið steinseljunni yfir réttinn í pottinum.
  • Athugið að kjötið dettur af beinunum og er umlukið ótrúlega bragðgóðum safanum.
  • Berið fram með kartöflustöppu eða hrísgrjónum og öllu góðgætinu sem er í pottinum.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir