Helgar eru tími hægeldunar. Þægilegt að setja vænt kjöt í ofninn og láta það malla á meðan öðrum helgarhnöppum er hneppt. Kjötið verður dásamlega mjúkt.
Ég gerði báðar sósurnar um leið og lærið fór inn. Jógúrtsósan fór í ísskápin en kryddsósan var geymd við stofuhita. Ákaflega þægilegt, því um kvöldið átti ég bara eftir að setja réttinn saman.
| stórt lambalæri | |
| laukar, skornir í fernt | |
| hvítlaukar, skornir í tvennt og 12 rif | |
| nokkrar rósmaríngreinar | |
| ólífuolía | |
| sjávarsalt og svartur pipar | 
| basilíka, stórt handfylli | |
| ítölsk blaðsteinselja, stórt handfylli | |
| mynta, stórt handfylli | |
| Dijon sinnep | |
| sherry vínedik eða balsamik edik | |
| kapers, skolað fyrst undir vatni | |
| ansjósuflök | |
| sítróna, fínrifinn börkur og safi | |
| ólífuolía | 
| thahinimauk | |
| sjóðandi vatn | |
| hvítlauksrif | |
| hrein jógúrt frá Gott í matinn | |
| sítrónusafi | |
| ólífuolía | |
| sjávarsalt og svartur pipar | 
| fetakubbur frá Gott í matinn | |
| furuhnetur, ristaðar | |
| klettasalat | |
| sítrónubátar | 
Höfundur: Erna Sverrisdóttir