Menu
Gúrkusalat með sýrðum rjóma og hvítlauk

Gúrkusalat með sýrðum rjóma og hvítlauk

Einstaklega ferskt salat sem er tilvalið sem meðlæti með grilluðu kjöti eða fiski.

Innihald

4 skammtar
gúrkur
rauðlaukur
10% sýrður rjómi frá Gott í matinn
sítróna, safinn
hvítlauksgeirar
ferskt dill
salt

Skref1

  • Saxið gúrkurnar niður ásamt rauðlauknum og setjið í skál.
  • Kreystið sítrónusafann yfir, saltið og blandið vel saman.

Skref2

  • Blandið sýrðum rjóma saman við ásamt söxuðu dilli og hvítlauk.
  • Hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

  • Gott er að láta gúrkusalatið standa í um 30 mínútur inni í ísskáp áður en það er borið fram svo salatið verði bragðmeira.
Skref 3

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir