Menu
Gulur marengs með Æðibitum

Gulur marengs með Æðibitum

Áhöld sem notuð eru í þessari uppskrift: Sprautustútur Wilton 1M og sprautupoki.

Innihald

12 skammtar

Marengs:

eggjahvítur
sykur
gulur gel matarlitur( eða hvaða litur sem er), ekki þessi vökvakenndi

Súkkulaði:

eggjahvítur
flórsykur
dökkt súkkulaði

Rjómablanda:

rjómi frá Gott í matinn
Æðibitar

Toppur:

súkkulaðisíróp eða brætt súkkulaði

Marens

  • Stillið ofninn á 150 gráður (með blæstri) og setjið smjörpappír á bökunarplötu.
  • Gott er að vera búinn að merkja svona u.þ.b. hversu stóran marengs þið ætlið að gera svo báðir botnarnir séu jafnstórir.
  • Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykri saman við smátt og smátt í einu.
  • Þeytið þar til marengsinn er orðinn stífur og glansandi.
  • Setjið 2-3 dropa af gulum matarit saman við og þeytið þar til marengsinn hefur náð fallega gulum lit.
  • Setjið marengsinn í sprautupoka og sprautið honum á bökunarplötuna.
  • Þeir sem treysta sér ekki til þess að nota sprautustút þá er hægt að mynda botnana með sleif.
  • Báðir botnarnir eiga að passa á eina bökunarplötu.
  • Bakið í 50 mínútur eða þar til marengsinn er alveg þurr viðkomu.
  • Kælið botnana alveg áður en þið setjið á þá.

Súkkulaði

  • Þeytið eggjarauðurnar ásamt flórsykrinum þar til blandan verður ljós og létt.
  • Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og kælið.
  • Blandið því saman við með sleif þar til allt hefur blandast vel saman.
  • Setjið súkkulaðið á annan botninn.

Rjómablanda

  • Þeytið rjómann þar til hann stendur. Passið ykkur þó að þeyta hann alls ekki of mikið.
  • Skerið Æðibitana í litla bita og blandið saman við rjómann.
  • Setjið rjómablönduna ofan á súkkulaðið og setjið hinn botninn ofan á.
  • Skreytið með súkkulaðisírópi eða bræddu súkkulaði.
  • Gott er að setja á botnana deginum áður svo marengsinn nái að mýkjast upp.
  • Geymið í kæli þar til kakan er borin fram.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir