Menu
Gulrótarköku möffins með rjómaostafyllingu

Gulrótarköku möffins með rjómaostafyllingu

Þessar dásamlegu gulrótarköku möffins eru frábærar á öll bröns borð, með kaffinu og í hvaða veislur sem er. Svo er ég með stjörnur í augunum yfir því hve frábært það er að frysta þær og taka eina með sér í nesti í vinnuna til að eiga með kaffinu, hversu geggjað er það!

Einföld uppskrift dugar í um 20 stk.

Innihald

1 skammtar

Möffins

sykur
púðursykur
egg
hveiti
lyftiduft
matarsódi
kanill
engifer (má sleppa)
salt
vatn
olía
gulrætur (u.þ.b. 3 gulrætur)

Rjómaostafylling

rjómaostur til matargerðar frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar

Toppur

hveiti
sykur
smjör, brætt
kanill
salt

Gulrótarköku möffins

 • Stillið ofn á 200°C.
 • Setjið sykur, púðursykur og egg saman í skál og þeytið saman.
 • Bætið þá þurrefnunum saman við og þeytið léttilega saman, bætið þá vatni og olíu saman við og þeytið þangað til að deigið er samlagað.
 • Hér er betra að blanda minna saman heldur en meira.
 • Rífið gulræturnar niður og blandið saman við með sleikju.

Rjómaostafylling

 • Blandið öllu saman í skál og hrærið varlega saman.

Toppur

 • Blandið öllum hráefnum saman í skál og vinnið saman með höndunum.

Muffinsform

 • Takið bökunarpappír og klippið niður í u.þ.b. 10x10 cm ferninga.
 • Takið glas sem botninn passar ofan í muffinsform og hvolfið.
 • Pressið pappírnum niður meðfram glasinu og setjið í muffinsform svo þær haldi sér betur í bakstrinum.
 • Flóknara er það ekki.

Samsetning

 • Setjið 1 msk. af deigi í botninn á hverju formi, takið þá teskeið af rjómaostafyllingu og setjið í miðjuna á hverju formi.
 • Takið þá aðra matskeið af deigi og setjið yfir fyllinguna. Gott er að miða við að formin séu tveir þriðju full.
 • Takið þá toppinn og stráið vel yfir hverja köku fyrir sig.
 • Raðið kökunum á bökunarplötu og bakið í ofni í 10 mín ef þið eruð með hefðbundin muffins form en 15 mín ef þið eruð með stærri.
Samsetning

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir