Menu
Gulrótarkaka með rjómaostakremi

Gulrótarkaka með rjómaostakremi

Hin fullkomna gulrótarkaka með silkimjúku rjómaostakremi. 

Berið fram með ískaldri mjólk. Njótið!

Innihald

6 skammtar

Botn:

saxaðar döðlur
vatn
egg
meðalstórar gulrætur, rifnar
spelt
kanill
lyftiduft
vanilludropar
kókos
möndlur/kasjúhnetur/pekanhnetur
kókosolía

Rjómaostakrem:

hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
flórsykur
vanilludropar
hunang

Gulrótarkaka

  • Hitið ofn í 170 gráður.
  • Sjóðið vatn og döðlur saman og hrærið í með gaffli þar til það þykknar og blandast saman.
  • Þeytið egg vel og blandið öllum hráefnum saman.
  • Setjið í form með bökunarpappír í botni - venjulegt hringlaga smelluform passar vel.
  • Bakið í 50 mínútur við 170°C.
  • Kælið kökuna og búið til kremið.
Gulrótarkaka

Rjómaostakrem

  • Hrærið saman flórsykri, vanilludropum, rjómaosti og hunangi
  • Smyrjið yfir kökuna þegar hún er orðin köld.
Rjómaostakrem