Menu
Gulrótarbollur

Gulrótarbollur

Bollukrans sem gott er að bera fram með beikonostakúlu.

Innihald

22 skammtar

Gulrótarbollur

vatn
þurrger
hunang
ólífuolía
hrein jógúrt frá Gott í matinn
gulrætur, rifnar (um 3 stk.)
salt
hveiti
Ólífuolía til penslunar
Graskersfræ eftir smekk

Skref1

 • Setjið ylvolgt vatn í skál.
 • Það er betra að hafa það kalt en of heitt!
 • Sáldrið geri yfir og pískið saman.

Skref2

 • Látið hunang, ólífuolíu, jógúrt og rifnar gulrætur saman við.
 • Hrærið.

Skref3

 • Bætið hveiti og salti saman við, smátt og smátt.
 • Kannski þarf minna hveiti og jafnvel meira.
 • Deigið á að vera örlítið klístrað.
 • Látið hefast í skálinni undir hreinu viskastykki í 45 mínútur.

Skref4

 • Bætið hveiti við deigið ef þurfa þykir, hnoðið aðeins og mótið langa pylsu.
 • Skiptið niður í jafna 22 bita og mótið bollur.
 • Setjið lítið kringlótt eldfast mót á bökunarplötu klædda bökunarpappír.
 • Raðið átta bollum í kring, án þess að þær snertist.
 • Raðið síðan hinum í hring fyrir aftan.
 • Látið hefast í 30 mínútur.
 • Penslið með ólífuolíu og sáldrið graskersfræjum yfir.
 • Bakið í 20 mínútur við 200° hita.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir