Menu
Gróft spelt- og hafrabrauð með graskersfræjum

Gróft spelt- og hafrabrauð með graskersfræjum

Ég var eiginlega búin að gleyma því hversu dásamlega gott það er að baka sitt eigið brauð. Þó mér finnist nú voða gaman að baka svona almennt þá finnst mér brauðbakstur toppa annan bakstur. Það er eitthvað svo róandi við að baka brauð, sérstaklega svona brauð sem er eiginlega engin hætta á að klúðra.

Innihald

1 skammtar
gróft spelt
grófir hafrar
sesamfræ
graskersfræ
sjávarsalt
vínsteinslyftiduft
ab mjólk frá MS
ólífuolía
heitt vatn (2-3 dl)

Aðferð

  • Hitið ofn i 160 gráður með blæstri eða 180 gráður án blásturs.
  • Blandið saman í skál öllum þurrefnum.
  • Hrærið saman við olíunni og ab mjólkinni. Bætið vatninu smám saman út í og hrærið aðeins þar til deigið er að mestu komið saman, alls ekki hræra of mikið. Deigið á að vera eins og þykkur grautur og dálítið klístrað.
  • Setjið deigið í smurt brauðform (jólakökuform) og stráið vel af graskersfræjum yfir.
  • Bakið í 45 mínútur. Ef þið gerið litlar bollur úr deiginu, setjið þá um 2 msk. af því í einu á bökunarplötu og bakið í um 15-20 mínútur.
  • Ég mæli með því að vefja brauðinu inn í þurrt viskastykki þegar það hefur verið losað úr forminu og því leyft að kólna þannig í a.m.k 30-60 mínútur eftir bakstur. Þá mýkist skorpan aðeins og mun auðveldara verður að skera það í fallegar sneiðar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir