Menu
Grískur spínathringur

Grískur spínathringur

Þessi uppskrift er algjörlega himnesk, ómissandi í saumaklúbbinn eða sumarpartýið með góðum drykk.

Innihald

8 skammtar
pakki smjördeig
spínat
Mozzarella ostur
Fetakubbur frá Gott í matinn
svartar ólífur
ristaðar furuhnetur
majones
hvítlauksgeiri
Salt og pipar
Eggjahvíta
Parmesan ostur

Skref1

 • Afþýðið spínatið og kreistið allt vatn úr því.

Skref2

 • Setjið spínatið í skál ásamt, mozzarella osti, fetaosti, furuhnetum, majonesi og hvítlauk.
 • Skerið ólífurnar gróflega niður og setjið saman við.
 • Kryddið með salti og pipar og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman.

Skref3

 • Skerið smjördeigið í tvennt eftir endilöngu, myndið 10 ferninga og skerið hvern ferning í tvennt svo úr verði tveir þríhyrningar.
 • Setjið smjörpappír á bökunarplötu og raðið þríhyrningunum á hana þannig að breiði endinn snúi inn til að mynda hring.
 • Látið endana leggjast ofan á hvorn annan til hálfs og myndið hring.
 • Setjið spínatblönduna ofaná hringinn, leggið endana af þríhyrningunum yfir spínatblönduna og festið við innanverðan hringinn.
 • Hrærið eggjahvítu í skál og penslið yfir deigið og setjið ofaná rifinn parmesan ost.

Skref4

 • Bakið í 15-20 mínútur við 180 gráðu hita eða þar til deigið er orðið fallega gullinbrúnt.
 • Gott bæði heitt og kalt.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir