Menu
Grískur hamborgari með jógúrtsósu

Grískur hamborgari með jógúrtsósu

Hér er ferðinni einstaklega bragðgóður grískur borgari með fersku kryddi, osti og jógúrtsósu fyrir þau sem vilja breyta til frá þessum hefðbundna hamborgara. Einföld og fljótleg uppskrift að ljúffengum borgurum sem hægt er að skella beint á grillið. Gott að bera fram með sætkartöflu frönskum.

Innihald

4 skammtar

Hamborgarar

nautahakk
ostakubbur frá Gott í matinn
rautt pestó
óreganó
salt
pipar
lauf af ferskri basilíku
lúkur af ferskri steinselju
hvítlauksgeirar

Jógúrtsósa

grísk jógúrt frá Gott í matinn
safi úr hálfri sítrónu
hvítlauksgeirar
salt og pipar

Meðlæti

hamborgarabrauð
sætkartöflu franskar
grænmeti að vild, t.d. kál, rauðlaukur og tómatar

Skref1

  • Hitið grillið á háan hita.
  • Setjið nautahakkið í skál ásamt, rauðu pestó, oregano, salti og pipar.
  • Skerið ostakubbinn smátt niður og hrærið saman við nautahakkið.
  • Setjið ferska basilíku, steinselju og hvítlauk í matvinnsluvél og hakkið saman.
  • Blandið því svo saman við hakkblönduna.

Skref3

  • Skiptu hakkinu niður í fjóra jafna hluta og búðu til kúlur úr hverjum hluta þannig að allt þjappist vel saman. Fletið út og myndið borgara úr hakkinu.
  • Grillið þar til borgarinn er orðinn full eldaður. Það má að sjálfsögðu steikja þá á pönnu.
  • Hitið brauðin og berið fram með grænmeti að vild, t.d. rauðlauk, tómat og káli.
  • Gott að bera fram með sætkartöflu frönskum.

Skref2

  • Til þess að útbúa sósuna þá blandið þið öllum hráefnum saman og hrærið vel saman.

Höfundur: Thelma Þorbergsdóttir