Menu
Grískt salat með fetaosti, melónu og myntu

Grískt salat með fetaosti, melónu og myntu

Einfalt salat sem slær alltaf í gegn. Salatið passar einstaklega vel með grilluðu lambakjöti.

Innihald

1 skammtar
Klettasalat
Vatnsmelóna, skorin í stóra kubba
Fetakubbur frá Gott í matinn, gróft skorinn
Svartar ólífur, heilar
Rauðlaukur, þunnt skorinn
Ólífuolía
Rauðvínsedik
Sjávarsalt og nýmalaður pipar
Nokkur myntublöð, smátt skorin

Aðferð

  • Öllu blandað saman.
  • Smávegis af rauðvínsediki og ólífuolíu hellt yfir.
  • Kryddað með salti og pipar.
  • Dreifið smá myntu yfir í lokin.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir