Menu
Grískt salat með ferskum Ostakubbi

Grískt salat með ferskum Ostakubbi

Létt og ljúffengt grískt salat þar sem Ostakubburinn góði frá Gott í matinn er í sannkölluðu aðalhlutverki.

Innihald

4 skammtar

Dressing:

ólífuolía
hvítvínsedik
sítróna
óreganó
flögusalt eftir smekk

Salat:

rauðlaukur
salat að eigin vali
agúrka
tómatar
rauð paprika
Ostakubbur frá Gott í matinn
ólífur, helst stórar og steinlausar

Skref1

  • Byrjaðu á að útbúa dressinguna fyrir salatið.
  • Rífðu gula ysta lagið á einni sítrónu með fínu rifjárni.
  • Blandaðu sítrónuberkinum saman við ólífuolíu, hvítvínsedik og óreganó.
  • Saltaðu eftir smekk og geymdu til hliðar.

Skref2

  • Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar og leggið í dressinguna.
  • Leyfið lauknum að marinerast í 10 mínútur eða lengur.

Skref3

  • Rífðu niður salat og skerðu agúrku í þunnar sneiðar og tómata í báta.
  • Settu salatið, agúrku, tómata og papriku í skál ásamt ólífum.
  • Næst fer rauðlaukurinn og helmingurinn af dressingunni í skálina og salatið þá hrært saman.
  • Skerðu Ostakubbinn í stóra þríhyrninga og raðaðu sneiðunum ofan á salatið og helltu því sem eftir er af dressingunni yfir ostinn og salatið.

Höfundur: Gott í matinn