Menu
Grískar pítur með góðri sósu

Grískar pítur með góðri sósu

Pítur eru alveg framúrskarandi góður matur í miðri viku en það má auðvitað fylla pítubrauð með hverju sem er. Hér er ég með alveg dásamlega gríska fyllingu sem samanstendur af lambakjöti, fersku grænmeti og kaldri sósu þar sem aðaluppistaðan er Dala Salatostur og grísk jógúrt frá Gott í matinn. Það má auðvitað nota hvaða kjöt sem er en ég átti til afgang af grilluðu lambalæri og notaði hann í píturnar en lamba- eða nautahakk er ekki síðra í píturnar.

Innihald

6 skammtar

Pítur og fylling

pítubrauð
afgangur af lambalæri, lamba- eða nautahakk
ólífuolía
hvítlauksduft
salt og svartur pipar eftir smekk
íssalat
kokteil- eða konfekttómatar
agúrka
rauðlaukur
rifinn cheddar ostur frá Gott í matinn
fersk steinselja

Sósan góða

ólífuolía
Dala salatostur, olían síuð frá
grísk jógúrt frá Gott í matinn
dijon sinnep
hvítlauksduft
þurrkað óreganó
þurrkað dill
þurrkuð steinselja
sjávarsalt
svartur pipar
vatn ef þið viljið þynna sósuna aðeins

Sósan góða

  • Setjið öll innihaldsefni í lítinn blandara og látið hann vinna ‏þar allt er vel samlagað.
  • Ef ‏þarf má bæta við örlitlu vatni til ‏þess að ‏þynna sósuna.

Aðferð og samsetning

  • Ef ‏þið notið hakk, hitið ‏þá olíu á pönnu og setjið hakkið út á heita pönnuna.
  • Kryddið með salti, pipar og hvítlauksdufti.
  • Skerið ‏það magn af grænmeti sem ykkur hugnast og raðið á disk.
  • Hitið brauðin og skerið í tvennt.
  • Smyrjið ‏þau að innan með sósunni, stráið cheddar osti inn í og raðið salatblöðum í brauðin.
  • Setjið kjöt og grænmeti eftir smekk ofan á salatið og toppið með sósunni góðu.
Aðferð og samsetning

Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal