Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota gríska jógúrt bæði í marineringuna og í tzatziki sósuna og ein dós passar akkúrat í uppskriftina. Ferskt salatið ásamt bragðmiklum kjúklingnum, salatostinum, sem á rætur sínar að rekja til Grikklands og sósunni góðu gerir þetta að fullkominni blöndu.
Þetta er svo alveg tilvalinn réttur í „meal prep“ og hægt að elda kjúklinginn fyrir nokkra daga og eiga sósuna til í kæli.
grísk jógúrt frá Gott í matinn | |
ólífuolía | |
geiralaus hvítlaukur | |
skallottlaukur, fínt saxaður | |
reykt paprikuduft | |
þurrkað oregano | |
sjávarsalt | |
nýmalaður svartur pipar | |
beinlaust kjúklingakjöt skorið í bita |
avocado, skorin í bita | |
agúrka, skorin í bita | |
• | rauðlaukur skorinn þunnt, magn eftir smekk |
• | kokteiltómatar skornir í tvennt, magn eftir smekk |
• | jöklasalat, skorið í strimla |
Dala salatostur, olía síuð frá (1 lítil krukka) |
grísk jógúrt frá Gott í matinn | |
agúrka, rifin á rifjárni | |
ferskur sítrónusafi | |
hvítlauksrif, marin | |
þurrkað dill | |
• | salt eftir smekk |
Höfundur: Valgerður Gréta Gröndal