Menu
Grísk píta með grillosti

Grísk píta með grillosti

Hér er á ferðinni einstaklega bragðgóður og ferskur réttur sem ég mæli með að þú prófir. Brauðið sem ég nota eru próteinpizzubotnar sem passa einstaklega vel í þennan rétt en eins má nota tilbúin pítubrauð ef það hentar betur. Á brauðið er sett grísk hvítlaukssósa, grillaður grill- og pönnuostur ásamt granateplafræjum og ferskri myntu. 

Innihald

4 skammtar

Brauð

hveiti
lyftiduft
hreint Ísey skyr

Grill- og pönnuostur

grill- og pönnuostur frá Gott í matinn
hunang
chili krydd

Grísk sósa

gúrka, rifin með rifjárni
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
ólífuolía
sítrónusafi úr hálfri sítrónu
hvítlauksrif, eða meira eftir smekk
fersk steinselja (má sleppa)

Meðlæti

granateplafræ
fersk mynta

Skref1

  • Þú byrjar á því að búa til brauðin/pizzubotnana.
  • Lyftiduftið, hveitið og skyrið er sett saman í skál og hnoðað saman, deiginu skipt í 4 parta, flatt út í 4 hringlaga brauð og sett á bökunarpappír.
  • Það er gott að stinga nokkur göt með gaffli í hvern botn fyrir bökun svo þeir blási ekki út.
  • Bakað við 180 gráður í 11-13 mínútur í blástursofni.

Skref2

  • Næst eru grillostarnir skornir niður í sneiðar, hunang sett yfir þá ásamt chilli kryddi.
  • Setjið ostinn til hliðar og leyfið honum að bíða á meðan sósan er útbúin.
  • Rífið gúrkuna niður með rifjárni og kreistið mesta vantið úr henni.
  • Setjið gúrkuna í skál ásamt sýrðum rjóma og restinni af innihaldsefnunum og kryddið með salti og pipar.

Skref3

Skref4

  • Grillosturinn er grillaður, í um 3-4 mínútur á hvorri hlið. Það er sniðugt að skera kartöflu í tvennt og renna henni eftir grillinu áður en osturinn er settur á, þá festist osturinn síður á grillinu.
  • Setjið brauðið á disk, dreifið sósu yfir og raðið um 3-4 sneiðum af grillostinum ofan, meira eða minna eftir smekk.
  • Skreytið með granateplafræjum og ferskri myntu.

Höfundur: Helga Magga