Menu
Grísk jógúrtskál með súkkulaðiskel

Grísk jógúrtskál með súkkulaðiskel

Þessa ljómandi góðu grísku jógúrtskál gerði ég fyrir fjölskylduna í gær og vakti hún það mikla lukku að hún verður aftur á dagskrá á morgun og þá sem eftirréttur í matarboði! Namm!

Innihald

3 skammtar
grísk jógúrt frá Gott í matinn
hnetusmjör
hunang

Súkkulaðiskel

kókosolía
bökunarkakó
hunang eða önnur sæta

salthnetur til skrauts, má sleppa

Skref1

  • Blandið saman grískri jógúrt, hnetusmjöri og hunangi.
  • Þessi uppskrift dugar í þrjár litlar skálar en það má auðveldlega skipta henni upp í tvær eða fjórar. Að sama skapi er auðvelt að minnka og stækka uppskriftina eftir þörfum.
  • Skiptið jógúrtblöndunni í skálar og útbúið súkkulaðið.

Skref2

  • Bræðið kókosolíuna í örbylgju eða yfir vatnsbaði.
  • Blandið kakóinu og hunanginu saman við og dreifið jafnt yfir skálarnar.
  • Gott er að skreyta með salthnetum, eða öðrum góðum hnetum.
  • Geymið skálarnar í kæli í a.m.k. 15 mín. áður en þær eru bornar fram.

Höfundur: Helga Magga