Menu
Grísk jógúrt með óvæntu góðgæti

Grísk jógúrt með óvæntu góðgæti

Hérna er komin frábær tilbreyting frá hefðbundnum hafragraut og skyrskálum sem sameinar um leið kosti beggja og smellpassar sem morgunverður og meira að segja eftirréttur.

Innihald

1 skammtar
banani
kanill
akasíuhunang
haframjöl
Léttmáls grísk jógúrt
nokkur hindber, fersk eða frosin

Skref1

  • Þú byrjar á því að skera banana í bita og steikir þá á pönnu. Mér finnst betra ef bananinn er orðinn smá þroskaður.
  • Kanillinn settur yfir bananana ásamt hunanginu og þetta hitað á pönnunni í 2-3 mínútur áður en haframjölið er svo sett yfir.
  • Þessu er hrært saman á pönnunni og hitað áfram í um 5 mínútur svo úr verður einstaklega gott bananakröns.

Skref2

  • Bitarnir eru svo teknir af hitanum og þeim leyft að kólna.
  • Gríska jógúrtin er sett í skál og bitunum raðað þar ofan á. Ég notaði frosin hindber sem skraut ofan á, þau þiðna á skammri stund. En þegar þau eru frosin er hægt að mylja þau niður í litla bita og setja yfir skálina til að fá smá lit.
  • Fullkomin næring að morgni en líka gott í eftirrétt, einnig gott að setja smá auka hunang ofan á skálina.

Höfundur: Helga Magga