Menu
Grísk jógúrt með heimagerðu múslí

Grísk jógúrt með heimagerðu múslí

Meinholl morgunverðarskál. 

Hlutföllin eru ekki heilög í þessari uppskrift og því um að gera að leika sér og smakka ólíkar útfærslur.

Innihald

1 skammtar
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Heimagert múslí, eða tilbúið
Kókosflögur
Fersk hindber
Fersk bláber, með smá hunangi ef fólk vill
Ferskt mangó

Heimagert múslí:

Tröllahafrar
Rúsínur
Saxaðar kasjúhnetur
Rifið 70% súkkulaði
Smá kanill
Kókosmjöl, þurrkað mangó, þurrkuð trönuber - má sleppa

Aðferð

  • Blandið saman öllum innihaldsefnum í múslínu.
  • Dreifið múslíið yfir hreina gríska jógúrt frá Gott í matinn ásamt ferskum ávöxtum, berjum, kókösflögum og hunangi.

Höfundur: Tinna Alavis