Menu
Grilluð kjúklingalæri með sumarlegu hrísgrjónasalati

Grilluð kjúklingalæri með sumarlegu hrísgrjónasalati

Gott er að áætla um 3 kjúklingaleggi á mann og uppskrifin að hrísgrjónasalatinu dugir fyrir a.m.k. 6 manns. Hrísgrjónasalatið er ekki borðað heitt þannig það er hægt að útbúa það kvöldið áður eða fyrr um daginn sem er mjög þægilegt, þá er það eina sem þarf að gera að skella kjúklingnum á grillið.

Berið fram með sýrðum rjóma með graslauk og lauk frá Gott í matinn.

Innihald

6 skammtar

Kjúklingur:

kjúklingaleggir, um 3 á mann
olía
ítalskt pastakrydd
rósmarín
hvítlauks og steinselju krydd (t.d. frá McCormic)

Hrísgrjónasalat:

svartur pipar
hrísgrjón
púrrulaukur
grænt pestó
sólþurrkaðir tómatar
maísbaunir
Dala veisluostur í kryddolíu (300 g)

Skref1

  • Grjónin er soðin samkvæmt leiðbeiningum.

Skref2

  • Púrrulaukurinn er skorinn smátt, sólþurrkuðu tómatarnir eru þerraðir og skornir niður.
  • Olíunni er hellt af fetaostinum áður en honum er blandað saman við grjónin ásamt maísbaununum.

Skref3

  • Kjúklingurinn er þerraður og penslaður með kryddblöndunni áður en hann er settur á grillið.
  • Best er að elda kjúklinginn þegar hann hefur náð stofuhita svo hann sé safaríkur og mjúkur.

Höfundur: Gígja S. Guðjónsdóttir