Menu
Grillaður ostakubbur

Grillaður ostakubbur

Grillaður ostakubbur með grísku ívafi er frábær sem forréttur borinn fram með brauði, kexi eða snakki já eða sem meðlæti með grillmatnum eða fylling í bakaðar kartöflur.

Innihald

1 skammtar
ostakubbur frá Gott í matinn
rauð paprika
blaðlaukur
grænar ólífur (5-10 stk.)
ólífuolía
óreganó
salt og pipar eftir smekk

Skref1

  • Byrjið á að kveikja á grillinu en einnig er hægt að elda ostinn í ofni.
  • Takið fram álpappír, um30 cm á lengd og setjið ostakubbinn fyrir miðju.
  • Skerið þá grænmetið smátt niður og blandið saman í skál, setjið grænmetið ofan á ostinn.
  • Dreifið olíunni yfir ostinn og grænmetið, sáldrið óreganó yfir og toppið með salti og pipar.

Skref2

  • Brjótið þá álpappírinn saman, ég tek hann saman í miðjunni og brýt hann niður nokkrum sinnum og tek síðan hliðarnar inn.
  • Setjið á grillið og leyfið að eldast í 15-20 mín. Osturinn ætti þá að vera orðinn vel bræddur.
  • Berið strax fram með góðu brauði, kexi, eða snakki.
  • Hafið ostinn í álpappírnum til að halda hita á honum en hann er snöggur að forma sig aftur.

Höfundur: Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir