Menu
Grillaður lax með sítrónu, hvítvíni og rjóma

Grillaður lax með sítrónu, hvítvíni og rjóma

Sannkallaður sumarréttur.

Innihald

4 skammtar
laxaflak eða sama magn af silungi, roðflett og beinhreinsað
smjörklípa
sjávarsalt og svartur pipar
safi úr 1 1/2 sítrónu
sýrður rjómi með graslauk og lauk eða 1 dl rjómi frá Gott í matinn
hvítvín, má sleppa
flatblaða steinselja, söxuð
sítrónusneiðar

Skref1

  • Byrjið á að beinhreinsa fiskinn.
  • Rífið tvær arkir af álpappír, aðeins lengri en fiskflakið, leggið þær saman og smyrjið með smjörklípu.
  • Leggið laxaflakið þar og skerið í fjóra bita en gætið þess að skera ekki í gegn.
  • Myljið salt og pipar yfir fiskinn.

Skref2

  • Hrærið saman sýrða rjómanum (eða rjóma ef þið notið hann), sítrónusafa og hvítvíni.
  • Hellið blöndunni yfir fiskinn og sáldrið steinseljunni yfir. Ef þið fáið ekki flatblaða steinselju notið þið hefðbundna.
  • Loks eru sítrónusneiðar settar í raufirnar fjórar og álpappírnum lokað.

Skref3

  • Grillið í 10-12 mínútur.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir