Menu
Grillaður hamborgari með Mexíkóosti og Óðals Cheddar

Grillaður hamborgari með Mexíkóosti og Óðals Cheddar

Ómótstæðilegir hamborgarar með úrvals Óðals Cheddar og Mexíkóosti.

Innihald

4 skammtar
Nautahakk
Egg
Brauðrasp
Rjómi frá Gott í matinn
Mexíkóostur, rifinn
Sjávarsalt
Nýmalaður pipar
Sneiðar Óðals Cheddar

Hamborgarasósa:

Sýrður rjómi 18% frá Gott í matinn
Grísk jógúrt frá Gott í matinn
Sítrónusafi
Chillimauk (t.d. Sambal Oelek)
Tómatsósa
Sætt sinnep
Nokkrar súrar gúrkur, smátt saxaðar
Salt og pipar eftir smekk

Meðlæti:

Hamborgarabrauð
Grænt salat
Tómatasneiðar
Rauðlaukssneiðar

Hamborgarar

  • Hrærið öllu innihaldinu í hamborgara saman án þess að vinna hakkið of mikið.
  • Mótið sex hamborgarabuff úr hakkblöndunni.
  • Kryddið hamborgaran að utan með salti og pipar.
  • Grillið svo við meðal- til háan hita þar til eldaðir í gegn. Um það bil 10-15 mínútur.
  • Leggið þá ostinn yfir, lokið grillinu í um tvær mínútur eða þar til osturinn er alveg bráðnaður.
  • Takið af grillinu og setjið borgarana saman.
Hamborgarar

Hamborgarasósa

  • Hrærið öllu innihaldinu saman og smakkið til með salti og pipar.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir