Menu
Grillaður Dala Brie með ferskjum og bláberjum

Grillaður Dala Brie með ferskjum og bláberjum

Hér er á ferðinni mjög skemmtileg og sumarleg útfærsla af grilluðum Dala Brie osti sem hægt er að útbúa heima við, í bústaðnum eða útilegunni.

Innihald

4 skammtar
Dala Brie
litlar ferskjur, skornar í teninga
Fersk bláber
Fersk basilíka, söxuð
Síróp
Balsamik gljái

Skref1

  • Leggið ostinn á vel heitt grillið í um 2 mínútur.

Skref2

  • Snúið ostinum við og leggið á álpappír/ílát sem þolir grillhitann og setjið vel af ferskjum og/eða bláberjum ofan á hann, lokið og grillið í 2 mínútur til viðbótar.

Skref3

  • Takið af grillinu, hellið sírópi og balsamik gljáa yfir og að lokum stráið þið basilíkunni yfir.

Skref4

  • Berið fram með góðu kexi.
Skref 4

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir