Menu
Grillaðar kjúklingalundir og mexíkósósa

Grillaðar kjúklingalundir og mexíkósósa

Þessi réttur er uppáhaldsréttur Hörpu Karinar elstu dóttur minnar. Hún biður alltaf reglulega um að þetta sé eldað og mikið sem það er nú gott því við öll hin elskum þennan rétt jafn mikið. Hulda Sif 3ja ára borðaði til dæmis 3 lundir og bað sífellt um meiri sósu og hún er frekar mikill gikkur þegar kemur að borðhaldi svo þetta verða að teljast góð meðmæli.

Innihald

4 skammtar

Grillaðar kjúklingalundir:

pakki kjúklingalundir
ólífuolía
teriyaki BBQ sósa
hvítlauksduft
kjúklingakrydd

Mexíkósósa:

mexíkóostur
rjómi frá Gott í matinn
soyasósa
kjúklingakraftur

Bakaðar sætar kartöflur:

ílangar sætar kartöflur
ólífuolía
agave síróp
pipar

Salat:

blandað veislusalat
mangó skorið niður
vínber skorin niður
kóríander
krukka Dala fetaostur
lúkur blátt Doritos, mulið

Grillaðar kjúklingalundir

  • Öllu nema lundum blandað saman í skál.
  • Kjúklingalundum velt upp úr marineringunni, plastað og leyft að standa í kæli í að minnsta kosti klukkustund. Gott að gera þetta áður en kartöflurnar fara í ofninn því þær taka hátt í 1 ½ klukkustund í eldun.
  • Grillið á heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið og leyfið síðan að standa í um 10 mínútur.

Mexíkósósa

  • Setjið um 200 ml af rjómanum í pott.
  • Rífið ostinn út í og hrærið vel við meðalháan hita þar til osturinn er bráðnaður.
  • Bætið þá restinni af rjómanum saman við ásamt soyasósu og krafti.
  • Hitið að suðu og lækkið þá hitann vel niður og leyfið að malla. Hærið reglulega í á meðan.

Bakaðar sætar kartöflur

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Berið ólífuolíu utan á kartöflurnar og bakið í um 1 ½ klukkustund eða þar til kartöflurnar verða vel mjúkar að innan.
  • Takið út og skerið hvora kartöflu niður í 2-3 bita (eftir lengd/stærð).
  • Gott er að setja vel af sýrópi og smá pipar yfir kartöfluna þegar hún er komin á diskinn.
  • Berið fram með kjúklingalundunum, mexíkósósunni og salati.
Bakaðar sætar kartöflur

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir