Menu
Grillað eggaldin með döðlum og rjómaosti

Grillað eggaldin með döðlum og rjómaosti

Laufléttur og sumarlegur smáréttur.

Innihald

4 skammtar
eggaldin
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
fetakubbur frá Gott í matinn, mulinn smátt
sýrður rjómi frá Gott í matinn
steinlausar döðlur
rauður chili, fræhreinsaður og skorinn smátt
vorlaukar
ólífuolía
salt og pipar
klettasalat

Skref1

  • Skerið eggaldin langsum í sneiðar.
  • Penslið með ólífuolíu og grillið við háan hita á báðum hliðum þannig að fallegar grillrendur komi á sneiðarnar og þær mýkjast.
  • Leggið sneiðarnar á fat og leyfið að kólna á meðan þið gerið fyllinguna.

Skref2

  • Hrærið saman rjómaosti, fetaosti og sýrðum rjóma.
  • Saxið döðlurnar, chili og vorlauk smátt og hrærið saman við.
  • Smakkið til með salti og pipar.

Skref3

  • Setjið 1 msk. af fyllingunni á endann á hverri eggaldinsneið ásamt dálitlu klettasalati og rúllið upp.
  • Berið fram með klettasalati og stráið rauðum chili ofan á.

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir