Menu
Grillað brauð fyllt með camembert

Grillað brauð fyllt með camembert

Sumarlegur og einfaldur réttur sem svíkur engan.

Innihald

4 skammtar

Grillbrauð

hrein jógúrt frá Gott í matinn
agavesíróp
hjartarsalt
hveiti (5-6 dl.)
Dala camembert

Skref1

  • Blandið saman hreinni jógúrt og sýrópi.

Skref2

  • Bætið svo þurrefnunum við og hnoðið vel saman.

Skref3

  • Rúllið deiginu í lengju og geymið í kæli í klukkustund og skiptið því síðan í um 8 hluta.

Skref4

  • Skerið ostinn eftir endilöngu í 4 bita hvern.

Skref5

  • Fletjið út degið og setjið einn bita af camemnbert á hvern bita pakkið inn.

Skref6

  • Grillið á útigrilli á öllum hliðum 2 mín á hvorri hlið berið fram með rifssultu eða blönduðum berjum.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson