Stórkostlega góður fiskréttur sem minnir mig á minn uppáhalds brauðrétt, gamla góða papriku og camembert réttinn sem klárast alltaf fyrst í öllum veislum.
Þessi sparilegi fiskréttur á vel heima í veislum en líka bara á þriðjudagskvöldi heima. Það vill líka svo skemmtilega til að rétturinn hentar þeim sem velja ketó mataræði einstaklega vel.
ýsa skorin í bita (7-800 g) | |
paprikur, skornar smátt (2-3) | |
blaðlaukur, smátt skorinn | |
rjómi frá Gott í matinn | |
askja smurostur með papriku | |
Dala camembert, skorinn í bita | |
dijon sinnep | |
paprikukrydd | |
grænmetisteningur | |
rifinn gratínostur frá Gott í matinn, góð handfylli |
Höfundur: Helena Gunnarsdóttir