Menu
Gratíneraður Búri með timían og hunangi

Gratíneraður Búri með timían og hunangi

Ég veit fátt betra en bakaðan ost og þessi er svo einfaldur og ljúffengur. Búri er fullkominn til að baka, ótrúlega bragðmildur en samt svo akkúrat passlegur. Ég geri þennan rétt aftur og aftur og hann smellpassar sem smáréttur fyrir 4-6.

Innihald

4 skammtar
Óðals Búri
ferskt timían, saxað
hunang

Meðlæti

nýbakað baguette

Aðferð

  • Hitið ofn á grillstillingu og 250 gráður.
  • Skerið ostinn í litla teninga og setjið í lítið eldfast mót. Stráið timían yfir
  • Setjið undir grill í ofni og bakið þar til osturinn er bráðnaður og gullinbrúnn, eða í um 6-8 mínútur.
  • Takið úr ofninum og hellið hunangi yfir.
  • Berið fram strax með baguette.
Aðferð

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir