Menu
Graskerssúpa

Graskerssúpa

Þegar kalt er í veðri er upplagt að gæða sér á ljúffengri súpu og að þessu sinni mælum við með Graskerssúpu með sýrðum rjóma frá Gott í matinn.

Innihald

1 skammtar
grasker (butternut) afhýtt og kjarnhreinsað
blaðlaukur (hvíti hlutinn)
gulrætur
sellerí
kjúklingasoð eða vatn og kjúklingakraftur
rjómi frá Gott í matinn
salt og pipar
kanill og múskat á hnífsoddi
ólífuolía
grænmetiskraftur
Sýrður rjómi frá Gott í matinn

Skref1

  • Skerið grænmetið smátt og steikið í ólífuolíunni án þess að brúnist, bætið soðinu í og látið krauma undir loki í 45 mínútur eða þar til grænmetið maukast auðveldlega.

Skref2

  • Sigtið grænmetið frá og setjið í blandara og maukið vel.

Skref3

  • Bætið grænmetinu aftur í soðið og bragðbætið með salti, pipar og grænmetiskrafti.

Skref4

  • Endið á að setja rjómann í og krydda með múskati og kanil.
  • Toppið hverja skál með sýrðum rjóma.

Höfundur: Klúbbur matreiðslumeistara