Menu
Granólaglas með hreinni ab-mjólk

Granólaglas með hreinni ab-mjólk

Fljótlegt, einfalt og fáránlega gott!

Innihald

1 skammtar
Granóla
Hrein ab-mjólk frá MS
Kiwi
Bláber
Smá agave síróp

Skref1

  • Setjið smá Granóla í botninn á glasi/krús.
  • Setjið síðan ab-mjólk yfir og svo niðurskorið kiwi og bláber.

Skref2

  • Endurtakið og toppið að lokum með smá agave sírópi og njótið.
Skref 2

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir