Menu
Grænmetis enchiladas

Grænmetis enchiladas

Léttur og bragðgóður grænmetisréttur sem hentar vel fyrir alla fjölskylduna. Það má að sjálfsögðu setja meira grænmeti í réttinn og þá t.d. rauða papriku, blómkál og brokkolí.

Innihald

4 skammtar
kúrbítur, skorinn í smáa teninga
frosnar maísbaunir eða niðursoðnar
jalapeno eða annar chilípipar, fínsaxaður
hvítlauksrif, marin
cumin
gratínostur frá Gott í matinn
stór vorlaukur, saxaður
tortillur
tacosósa
Ólífuolía
Salt og pipar

Meðlæti:

Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Ferskur kóríander
Límóna

Skref1

 • Stillið ofninn á 200°.

Skref2

 • Brúnið kúrbítsteningana í 1 msk. af olíu.
 • Bætið maísbaunum saman við ásamt jalapeno, hvítlauki og cumini.
 • Steikið stutta stund.

Skref3

 • Takið af hellunni og látið aðeins kólna.
 • Blandið þá helmingnum af ostinum saman við ásamt vorlauknum.
 • Hrærið og smakkið til með pipar og salti.

Skref4

 • Takið til eldfast form og penslið með olíu eða smjörklípu.
 • Setjið um 1 góðan dl af grænmetisblöndunni inn í hverja tortillu og rúllið upp.
 • Leggið í fatið. Hellið tacósósunni jafnt yfir og sáldrið restinni af ostinum ofan á.
 • Bakið í um 25 mínútur eða þar til osturinn er gullinn.

Skref5

 • Gott er að láta réttinn standa í a.m.k. 10 mínútur áður en hann er borinn fram.
 • Góður með sýrðum rjóma, límónusafa og kóríander.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir