Menu
Gözleme - fyllt flatbrauð með kryddaðri hakkblöndu

Gözleme - fyllt flatbrauð með kryddaðri hakkblöndu

Virkilega góður tyrkneskur réttur. Gott er að bera Gözleme fram með sítrónubátum og ógrynni af grískri jógúrt.

Innihald

4 skammtar

Fylling:

ólífuolía
spínat
sjávarsalt og svartur pipar
lítill laukur, fínsaxaður
hvítlauksrif, marin
nautahakk
1-2 msk harissamauk, magn fer eftir smekk
cummin
þurrkað kóríander
ítölsk steinselja, fínsöxuð
sítróna, börkurinn
svartur pipar
fetakubbur, mulinn
Óðals Búri eða Óðals Havarti, rifinn

Gözleme deig:

volgt vatn
þurrger
sykur
sjávarsalt
hveiti eins og þurfa þykir

Fylling

 • Steikið spínatið í skömmtum í stutta stund upp úr ólífuolíu og saltið og piprið örlítið.
 • Látið kólna á eldhúspappír.
 • Mýkið laukinn og hvítlaukinn á pönnu í 1 msk af ólífuolíu.
 • Bætið hakkinu út á pönnuna, harissamaukinu og kryddum.
 • Steikið þar til allur vökvi hefur gufað upp.
 • Setjið hakkið svo til hliðar, piprið og bætið sítrónuberkinum saman við.
 • Hakkið verður að vera orðið alveg kalt áður en það fer í deigið.
Fylling

Deig og samsetning

 • Leysið þurrgerið upp í vatninu, hrærið þar til byrjar að freyða og bætið þá sykri og salti saman við.
 • Hellið hveitinu saman við smátt og smátt þar til þið eruð komin með mjúkt og óklístrað deig í hendurnar.
 • Hnoðið deigið í stutta stund og látið í olíuborna skál.
 • Leggið klút yfir og látið hefast á hlýjum stað í 20 mínútur.
 • Þegar deigið hefur hefast er það hnoðað niður og skipt í fjóra hluta.
 • Ofninn er stilltur á 180°C og hvert deigpartur flattur út í ferning u.þ.b. 25x35 cm, svona lauslega miðað en þarf alls ekki að vera nákvæmt.
 • Loks er fyllingin sett ofan á helming hvers parts.
 • Fyrst setjið þið ¼ af hakkinu, þá ¼ af spínati, svo ¼ af muldum feta og loks ¼ af Havarti ostinum.
 • Að lokum eru partarnir lagðir saman og brotið upp á kantana til að loka vel. Það er ágætt að þrýsta síðan á samskeytin með gaffli til að tryggja að ekkert leki út. Þessu góðgæti er síðan raðað á ofnplötu klædda bökunarpappír og hver ferhyrningur penslaður með ólífuolíu.
 • Bakið í 15-20 mínútur eða þar til gullið og girnilegt.
Deig og samsetning

Höfundur: Erna Sverrisdóttir