Menu
Glóðarsteiktur fiskur með grænmeti og sýrðri rjómasósu

Glóðarsteiktur fiskur með grænmeti og sýrðri rjómasósu

Einfaldur og bragðgóður fiskréttur fyrir fjóra.

Innihald

1 skammtar
hvítur fiskur eða lax, skorinn í bita
sjávarsalt og svartur pipar
ólífuolía
karrí
laukur, saxaður
grænt epli, skorið í litla bita
rauð paprika, skorin í litla bita
vínber, skorin í tvennt
sýrður rjómi 10% frá Gott í matinn
smurostur með papriku
hrásykur
sæt chillísósa
sítrónubörkur
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn
steinselja, söxuð

Skref1

  • Stillið ofninn á 180°C.

Skref2

  • Leggið fiskinn í eldfast mót. Sáldrið salti og pipar yfir.

Skref3

  • Hitið olíu á pönnu og steikið karríið og laukinn.
  • Bætið, eplabitum, papriku og vínberjum saman við.
  • Setjið yfir fiskinn.

Skref4

  • Hrærið saman sýrðum rjóma, paprikuosti, hrásykri, chilisósu og sítrónuberki.
  • Hellið yfir fiskinn.
  • Sáldrið osti yfir og bakið í 15-20 mínútur.
  • Stráið steinselju yfir og berið fram með hýðishrísgrjónum og fersku salati.

Höfundur: Erna Sverrisdóttir