Menu
Gamaldags haframjölsterta

Gamaldags haframjölsterta

Þessa dásamlegu og dúnmjúku haframjölstertu bakaði mamma nánast vikulega fyrir fjölskylduna þegar ég var að alast upp. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki verið löngu búin að mynda hana og deila uppskriftinni með ykkur.

Tertan er frábær í ferðalögin eða á pallinn í sumar og hún geymist einstaklega vel, er jafnvel enn betri á öðrum eða þriðja degi þó hún sé að sjálfsögðu æðisleg nýbökuð með þeyttum rjóma og glasi af ískaldri mjólk.

Innihald

8 skammtar
mjúkt smjör
púðursykur
haframjöl
hveiti
matarsódi
ab mjólk
rabarbarasulta (2-3 dl)

Skref1

  • Hitið ofn í 170 gráður með blæstri, annars 190 gráður.

Skref2

  • Smjör og sykur þeytt vel saman þar til ljóst og létt.

Skref3

  • Hveiti og haframjöli bætt út í og blandað aðeins saman.

Skref4

  • Setjið 1 tsk. af matarsóda út í ab mjólkina og hrærið þar til fer að freyða.
  • Hellið blöndunni út í deigið og blandið öllu vel saman.

Skref5

  • Skiptið deiginu jafnt í tvo kökuförm klædd með smjörpappír og bakið í 20-25 mínútur.
  • Athugið að deigið er nokkuð stíft og þarf að smyrja því út í formin.

Skref6

  • Takið úr ofninum og leyfið aðeins að rjúka og losið svo úr formunum.
  • Leggið botnana saman volga með rabarbarasultu eftir smekk.
Skref 6

Höfundur: Helena Gunnarsdóttir