Menu
Fylltar kjúklingabringur með rjómaosti og paprikur með hrísgrjónafyllingu

Fylltar kjúklingabringur með rjómaosti og paprikur með hrísgrjónafyllingu

Bornar fram með fylltum paprikum með hrísgrjónum, kryddjurtum, fetakubbi og tómatbitum.

Innihald

1 skammtar
kjúklingabringur, skorið inn í þær til hálfs, langsum
rjómaostur frá Gott í matinn
handfylli af ferskum kryddjurtum, fínsaxaðar
salt og pipar
meðalstórar papríkur, í ýmsum litum

Hrísgrjónafylling:

hrísgrjón eða heilt spelt, soðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum í 425 ml af grænmetissoði
(2-3 stk.) tómatar, skornir í litla bita
(14-16 stk.) ólífur svartar eða grænar skornar í litla bita
hvítlauksrif, fínsaxaður
ólífuolía
salt og pipar
fetakubbur frá Gott í matinn, skorinn í litla bita

Skref1

  • Hitið ofninn í 180˚C.
  • Stappið saman rjómaost og ferskar kryddjurtir.
  • Saltið og piprið lítillega.

Skref2

  • Smyrjið fyllingunni inn í bringurnar.
  • Lokið lauslega fyrir með tannstönglum.
  • Saltið og piprið kjúklinginn að utan og dreypið smávegis af olíu yfir.
  • Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót í miðjum ofninum og bakið í 10 mínútur. Á meðan eru paprikurnar fylltar.

Skref3

  • Skerið ofan af paprikunum og fræhreinsið þær að innan.
  • Blandið saman hrísgrjónafyllinguna.
  • Setjið 1/3 af ostinunum í botninn á paprikunum.
  • Setjið hrísgrjónafyllinguna í paprikurnar til hálfs.
  • Bætið 1/3 af fetaostinum ofan á.
  • Fyllið paprikurnar og setjið afganginn af ostinum ofan á.
  • Setjið fylltu paprikurnar inn í ofninn með kjúklingnum.
  • Hækkið hitann í 200˚C og bakið áfram í 15 mínútur eða þar til að kjúklingabringurnar eru eldaðar í gegn.

Skref4

  • Berið fram með salati og léttsoðnu grænmeti s.s. snjóbaunum eða öðru góðu grænmeti og rjómafyllingunni sem hefur lekið úr kjötinu.

Höfundur: Inga Elsa Bergþórsdóttir