Menu
Fylltar kjúklingabringur með ostum og spínati

Fylltar kjúklingabringur með ostum og spínati

Í gær var ég með spínat- og ostafylltar kjúklingabringur í kvöldmatinn. Það er hægt að nota allskonar fyllingar en ég valdi það sem mér finnst bragðast best og passar vel saman. Spennandi uppskrift að kjúklingarétti sem verður vonandi í uppáhaldi hjá ykkur í framhaldinu.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur
spínat
laukur
hvítlauksrif
sveppir
Óðals Tindur
smjör til steikingar
salt og pipar
rifinn mozzarellaostur frá Gott í matinn

Skref1

 • Skerðu lárétta rifu í miðjuna á kjúklingabringunni þannig að það myndist eins konar vasi.

Skref2

 • Steikið lauk, hvítlauk og sveppi á pönnu við miðlungs hita.
 • Setjið í skál til hliðar.
 • Steikið spínatið í stutta stund þar til safaríkt og mjúkt og skerið smátt.

Skref3

 • Takið stóra skál og hellið mozzarella ostinum ofan í ásamt rifnum Óðals Tindi.
 • Blandið steikta grænmetinu vel saman við ostinn ásamt spínatinu.

Skref4

 • Setjið fyllinguna ofan í vasann á kjúklingnum.
 • Mér finnst best að halda fyllingunni inni í bringunni með tannstönglum (sem eru svo teknir úr áður en maturinn er borinn fram).

Skref5

 • Kryddið bringuna fyrir steikingu með grófu salti, svörtum pipar og eðal kjúklingakryddi.
 • Steikið bringurnar upp úr íslensku smjöri þar til þær eru farnar að brúnast, eða í um 5 mínútur á hvorri hlið.
 • Setjið bringurnar í eldfast mót og bakið í ofni á blæstri (180°C) í 30 mínútur eða þar til fulleldaðar.
 • Mér finnst gott að kreista smávegis lime yfir bringurnar í lokin. En það er algjört smekksatriði.

Höfundur: Tinna Alavis