Menu
Fylltar kjúklingabringur með mozzarella og basilíku

Fylltar kjúklingabringur með mozzarella og basilíku

Einfaldur og virkilega djúsí kjúklingaréttur með ferskum mozzarella kúlum með basilíku.

Nýjar Mozzarella kúlur með basilíku eru frábærar í rétti eins og salöt, snittur, pasta- og ofnrétti og forrétti ýmiss konar.

Innihald

4 skammtar
kjúklingabringur
spínat
hvítlauksrif
hreinn rjómaostur frá Gott í matinn
Goðdala Reykir, rifinn
pískuð egg
ljós brauðraspur
rautt pestó
Mozzella kúlur með basilíku
fersk basilíka
salt og pipar
matarolíusprey
ólífuolía

Skref1

  • Setjið hverja kjúklingabringu í sterkan poka og fletjið út með buffhamri.

Skref2

  • Steikið hvítlauk og spínat upp úr ólífuolíu þar til það mýkist. Saltið og piprið eftir smekk.
  • Stappið saman spínati, rjómaosti og rifnum Goðdala Reyki. Leggið til hliðar.

Skref3

  • Setjið vel af spínatblöndunni við endann á hverri kjúklingabringu, rúllið upp og reynið að vefja endana inn undir.
  • Veltið upp úr eggi og því næst brauðraspi.

Skref4

  • Leggið á ofnskúffu og reynið að þjappa endunum aðeins undir, samt líka allt í lagi þó það leki smá spínatblanda út.
  • Spreyið vel með matarolíuspreyi og bakið í 220°C heitum ofni í 25 mínútur.

Skref5

  • Takið kjúklingaréttinn úr ofninum.
  • Setjið 2 tsk. af rauðu pestói yfir hverja bringu og raðið 3 Mozzarella kúlum með basilíku þar ofan á.
  • Setjið í ofninn aftur í um 5 mínútur.
  • Að lokum má strá smá af ferskri basilíku yfir bringurnar.
Skref 5

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir