Hér eru á ferðinni undurljúffengar döðlur í sparifötunum. Það er tilvalið að bjóða upp á þær sem forrétt, á smáréttarhlaðborði nú eða bara þegar ykkur langar í eitthvað gómsætt. Það tekur stutta stund að útbúa þennan rétt og hægt er að plasta þær og geyma í kæli yfir nótt sé þess óskað.
| ferskar döðlur | |
| íslenskur mascarpone frá Gott í matinn | |
| hunang | |
| • | saxaðar möndlur og hnetur að eigin vali, t.d. pekan-, kasjú-, pistasíu-, eða jarðhnetur |
Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir