Menu
Fyllt bagetta með bökuðum eggjum

Fyllt bagetta með bökuðum eggjum

Þetta er mjög sniðugur morgunverður eða brunch. Bagetta sem er fyllt með eggjahræru og bökuð í ofni. Skorin í sneiðar og borin fram. Ótrúlega einfalt en öðruvísi og tilbreyting við ýmsa brauðrétti.

Innihald

1 skammtar
súrdeigsbagettur meðalstórar (eða ein venjuleg bagetta að stærð)
egg
rjómi frá Gott í matinn
steikt beikon, fínt skorið
rifinn Cheddar ostur frá Gott í matinn
vorlaukar, fínt saxaðir
salt og pipar
paprikukrydd

Skref1

 • Sumar bagettur eru styttri en þær sem við þekkjum flest. Ef notaðar eru styttri bagettur þarf tvö stykki en annars er ein löng og meðalþykk hentug. En athugið að ein löng getur samt verið of löng til að meðhöndla og setja í ofn þannig að minni týpur eru þægilegri.
 • Skerið toppinn varlega af brauðinu, ekki fara of neðarlega í brauðið svo báturinn sem eftir situr verði ekki of grunnur.

Skref2

 • Hitið ofn í 180 gráður.
 • Hrærið egg í skál. Blandið saman við steiktu beikoni og fínt skornum vorlauk og þá rifnum osti. Kryddið með salti og pipar.
 • Hellið blöndunni varlega í bagettubátinn, eða bátana, eða ausið með ausu.
 • Passið að það flæði ekki upp úr eða upp fyrir brúnirnar.

Skref3

 • Látið á ofnplötu eða í form en þannig að báturinn haldist stöðugur.
 • Stráið rifnum osti yfir og kryddið með paprikukryddi.
 • Setjið í ofn og bakið þar til eggjablandan hefur tekið sig og osturinn er gullinn. Má áætla um 20 til 30 mínútur í ofni.
 • Takið úr ofninum, látið kólna í nokkrar mínútur og skerið þá í þykkar sneiðar.
 • Berið fram og njótið.
Skref 3

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir