Menu
Fyllt avókadó - Ketó

Fyllt avókadó - Ketó

Ómótstæðilega góður og ketóvænn réttur.

Innihald

1 skammtar
bréf beikon (um 200 g)
rifinn kjúklingur
tómatar
kotasæla
smátt saxaður rauðlaukur
saxað iceberg salat
saxað kóríander
avókadó
Salt og pipar

Skref1

  • Hitið ofninn í 200°C.
  • Setjið beikonsneiðarnar á bökunarpappír á plötu/grind og bakið þar til stökkt, takið þá út og leggið á eldhúsbréf og kælið.

Skref2

  • Skerið tómatana í litla teninga og blandið saman við rifinn kjúklinginn, kotasæluna, kálið, laukinn, kóríander og myljið að lokum beikonið saman við.
  • Kryddið til með salti og pipar.

Skref3

  • Skerið avókadó til helminga, fjarlægið steininn og örlítið til viðbótar til þess að koma blöndunni betur fyrir.

Skref4

  • Fyllið avókadóið og setjið vel af salati ofan á það líka.

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir