Menu
Frosin jarðarberjajógúrt

Frosin jarðarberjajógúrt

Frosin jógúrt eða jógúrtís er sniðug útfærsla á hefðbundnum rjómaís og hægt að stjórna sætunni með því að velja sætugjafa og t.d. sykurlausar sultur.

Innihald

4 skammtar
frosin jarðarber
hrein jógúrt frá Gott í matinn
síróp eða önnur sæta
jarðarberjasulta
grísk jógúrt frá Gott í matinn

Skref1

  • Maukið saman jarðarberjum, hreinni jógúrt og sírópinu.
  • Blandið saman við gríska jógúrt.

Skref2

  • Setjið í gott ílát, lokið og setjið í frysti.
  • Hrærið í blöndunni á meðan hún frýs.

Höfundur: Árni Þór Arnórsson