Menu
Frönsk pizza

Frönsk pizza

Frönsk pizza, Pissaladiére er ættuð frá suður Frakklandi. Botninn er mitt á milli þess að vera pizzabotn og smjördeig. Pissaladiére er yfirleitt með mjúkum eða sultuðum lauk, svörtum ólífum, ansjósum og góðum ostum.

Deig er valið eftir hentugleika en smjördeig í rúllu (þetta eins og pizzudeigið) er næst því sem það á að vera.

Innihald

1 skammtar
Pizzadeig eða smjördeig (best að kaupa tilbúið þunnt í rúllu)
Ólífuolía
Sýrður rjómi frá Gott í matinn
Rifinn ostur frá Gott í matinn
Laukur, fínt skorinn í sneiðar
Beikon, smátt skorið og steikt
Svartar ólífur
Óðals Ísbúi eða Óðals Jarl

Skref1

  • Smyrjið ofnplötu eða skúffu (má setja smjörpappír og olíu á hann) með ólífuolíu og takið deigið í sundur.
  • Dreypið olíu sömuleiðis ofan á deigið.

Skref2

  • Hrærið saman dós af sýrðum rjóma og hálfan poka af rifnum osti.
  • Dreifið úr blöndunni yfir botninn.
  • Hér má líka eingöngu nota sýrðan rjóma og sleppa ostinum.
  • Dreifið úr smátt söxuðu beikoni yfir blönduna.

Skref3

  • Mýkið fínt saxaðan lauk í olíu á pönnu þar til hann fær á sig glæran tón.
  • Dreifið úr lauknum á botninn. Þá ólífum.
  • Rífið gróft Óðals Ísbúa eða Óðals Jarli og stráið yfir, það á ekki að vera mikill ostur yfir pizzuna.
  • Osturinn er bragðsterkur og hann má ekki vera yfirþyrmandi.

Skref4

  • Bakið við 180 gráður þar til botninn er bakaður og osturinn bráðinn.
  • Takið úr ofninum og skerið í kassa.
  • Berið fram. Hentar við ýmis tilefni.

Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir