Frönsk pizza, Pissaladiére er ættuð frá suður Frakklandi. Botninn er mitt á milli þess að vera pizzabotn og smjördeig. Pissaladiére er yfirleitt með mjúkum eða sultuðum lauk, svörtum ólífum, ansjósum og góðum ostum.
Deig er valið eftir hentugleika en smjördeig í rúllu (þetta eins og pizzudeigið) er næst því sem það á að vera.
| Pizzadeig eða smjördeig (best að kaupa tilbúið þunnt í rúllu) | |
| Ólífuolía | |
| Sýrður rjómi frá Gott í matinn | |
| Rifinn ostur frá Gott í matinn | |
| Laukur, fínt skorinn í sneiðar | |
| Beikon, smátt skorið og steikt | |
| Svartar ólífur | |
| Óðals Ísbúi eða Óðals Jarl |
Höfundur: Halla Bára Gestsdóttir