Menu
Frómas með sítrónu skyri og ananas

Frómas með sítrónu skyri og ananas

Jólalegur og fallegur eftirréttur fyrir alla unnendur frómas. 

Innihald

1 skammtar
stór dós ananassafi eða 3 litlar dósir
rjómi frá Gott í matinn
Ísey skyr, sítrónusæla (2 litlar dósir)
matarlím
sykur
egg

Skref1

  • Sigtið ananassafann frá ananassneiðunum og setjið til hliðar.
  • Hitið því næst vatn í stórum potti og setjið annan minni ofan í.
  • Hellið tæplega helmingnum af ananassafanum út í minni pottinn og bræðið matarlímsblöðin í safanum (eitt í einu) og hrærið í á meðan.
  • Látið kólna aðeins (ekki of mikið því þá harnar límið aftur).

Skref2

  • Hrærið egg og sykur þar til blandan er létt og ljós.
  • Þeytið 500 ml af rjóma (frekar minna en meira) og hrærið því næst skyrinu saman við rjóman með sleif. Næst er þessu bætt út í eggjablönduna ásamt ananassafanum (ekki þessum með matarlíminu) og hrært rólega saman í hrærivélinni.

Skref3

  • Í lokin er ananassafanum með matarlíminu bætt út í. Passið að matarlímið fari ekki sjóðheitt út í, heldur vel volgt. Það má ekki vera farið að stífna.
  • Hrærið aðeins meira og hellið í skálar.
  • Setjið inn í ísskáp í um 3-4 klst. eða þar til skyrfrómasinn er farinn að stífna.

Höfundur: Tinna Alavis