Menu
Forréttabitar með reyktum laxi

Forréttabitar með reyktum laxi

Það þarf ekki að vera flókið til að vera gott, hér eru einfaldir forréttabitar sem smellpassa á veisluborðið.

Innihald

24 skammtar
Ísey skyr, hreint
safi úr hálfri sítrónu, börkur til skrauts
hunang
saxað ferskt dill (meira til skrauts)
hvítlauksgeirar (saxaðir)
salt og pipar eftir smekk
hvítt brauð
reyktur lax

Aðferð

  • Byrjið á að þeyta saman skyr, sítrónusafa, hunang, saxað dill, hvítlauk og krydd, leggið til hliðar.
  • Ristið brauðið, skerið kantana af og skerið hverja einingu í 4 bita þannig að þið fáið 24 litla bita.
  • Notið beittan hníf til að sneiða laxinn.
  • Samsetning: Setjið dillidressingu ofan á hvern ristaðan brauðbita og síðan laxinn. Skreytið með dilli og sítrónuberki.
Aðferð

Höfundur: Berglind Hreiðarsdóttir